2021_Store-hedder-2500x1078.jpg

LAUSN
Þér sem leitið Guðs - hjörtu yðar lifni við Sálmur 69:33b

Við látum að sjálfsögðu ekki deigan síga þrátt fyrir að ekki sé hægt að halda Kotmót og bjóðum upp á frábæra dagskrá um Verslunarmannahelgina í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu.

DAGSKRÁ:
- Lau. kl. 17:00: Spurt & Svarað með Jon Tyson
- Lau. kl. 19:00: Samkoma með Jon Tyson
- Sun. kl. 11:00: Samkoma með Jon Tyson
- Sun. kl. 14:00: Samkoma með Jon Tyson

Öllum viðburðunum verður streymt beint á facebook síðum Kotmóts og Fíladelfíu og á filadelfia.is/live Einnig verður salurinn opinn á meðan húsrúm leyfir.

Vegna COVID-19

Frá Stjórn Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi

Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hægt að halda Kotmót í Kirkjulækjarkoti í ár, allri dagskrá á mótsstað er aflýst.

Engu að síður er í undirbúningi dagskrá með gestapredikara mótsins, Jon Tyson, sú dagskrá verður send út frá Reykjavík um verslunarmannahelgina.

Við gerum það besta úr aðstæðunum og er von á frábæru efni sem enginn vill missa af. Dagskráin verður nánar auglýst á næstu dögum.

Viljum við koma á framfæri þökkum til allra sem hafa lagt hönd á plóg við undirbúning Kotmóts.

eldur.jpeg

Kotmót er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi en margir vinir okkar úr öðrum kristnum samfélögum leggja hönd á plóginn. Kotmót, sem er bindindismót, hefur verið haldið árlega síðan 1949.

10.jpg

Ásamt vandaðri dagskrá Kotmóts, er samhliða Barnamót sem býður uppá vandaða dagskrá fyrir þau yngstu. Unglingarnir eru svo með sína dagskrá og ýmsir fjölskylduviðburðir, líkt og varðeldur, Karnival og tónleikar.

tjöld.jpeg

Ekkert kostar á mótið, en rukkað er fyrir tjaldsvæðið. 1.500 fyrir fullorðna, 900 fyrir unglinga en frítt fyrir börn. 900 krónur er svo fyrir rafmagn. Verðin eru per nótt. Kaffihúsið, Búllan og sjoppan er svo opin nær allan daginn og því allt til staðar sem þú þarft.

BM4.jpg
barnamotnetid.png

Samhliða Kotmóti er haldið Barnamót. Þar lærum við um Guð í leik, söng og fjölbreyttum og skemmtilegum kennslum. Barnamót er fyrir börn sem fædd eru frá 2008 - 2017. Yngri börn eru velkomin í fylgd með foreldrum. Krökkunum er skipt upp eftir aldri og dagskráin sem og kennslan sniðin að hverjum hópi fyrir sig.

VILTU AÐSTOÐA?

Raunar væri líklega betra að segja: „Ertu til í að aðstoða okkur“? Það eru fjölmörg hlutverk sem þarf að manna, svo sem sala á tjaldsvæðið, búllan og sjoppan, gæsla á Barnamóti, þrif, smíði og svo fjölmargt annað tilfallandi. Kannski hefurðu sérþekkingu sem gæti jafnvel nýst okkur. 

11143283_507389826076596_655343496317599

„HÁPUNKTURINN Á HVERJU ÁRI HJÁ MÉR OG MÍNUM“

 
MYNDBÖND

FLJÓTSHLÍÐ KIRKJULÆKJARKOT

113 KM FRÁ REYKJAVÍK