top of page
2024_Store-hedder-2500x1078_NEW.jpg
eldur.jpeg

Kotmót er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi en margir vinir okkar úr öðrum kristnum samfélögum leggja hönd á plóginn. Kotmót, sem er bindindismót, hefur verið haldið árlega síðan 1949.

10.jpg

Ásamt vandaðri dagskrá Kotmóts, er samhliða Barnamót sem býður uppá vandaða dagskrá fyrir þau yngstu. Unglingarnir eru svo með sína dagskrá og ýmsir fjölskylduviðburðir, líkt og varðeldur, Karnival og tónleikar.

tjöld.jpeg

Ekkert kostar á mótið, en rukkað er fyrir tjaldsvæðið. 1.850 fyrir fullorðna,1100 fyrir unglinga (14-17 ára) en frítt fyrir börn. 1000 krónur er svo fyrir rafmagn. Verðin eru per nótt. Veitingastaður Arkarinnar og sjoppan eru svo opin reglulega yfir daginn.

BM4.jpg
barnamotnetid.png

Samhliða Kotmóti er haldið Barnamót. Þar lærum við um Guð í leik, söng og fjölbreyttum og skemmtilegum kennslum. Barnamót er fyrir börn sem fædd eru frá 2012 - 2020. Yngri börn eru velkomin í fylgd með foreldrum. Krökkunum er skipt upp eftir aldri og dagskráin sem og kennslan sniðin að hverjum hópi fyrir sig.

VILTU AÐSTOÐA?

Raunar væri líklega betra að segja: „Ertu til í að aðstoða okkur“? Það eru fjölmörg hlutverk sem þarf að manna, svo sem sala á tjaldsvæðið, búllan og sjoppan, gæsla á Barnamóti, þrif, smíði og svo fjölmargt annað tilfallandi. Kannski hefurðu sérþekkingu sem gæti jafnvel nýst okkur. 

„HÁPUNKTURINN Á HVERJU ÁRI HJÁ MÉR OG MÍNUM“

Myndbönd
MYNDBÖND

FLJÓTSHLÍÐ KIRKJULÆKJARKOT

113 KM FRÁ REYKJAVÍK

bottom of page